12 ára barn þarf ekki augnkrem og serum

Marí­anna Páls­dótt­ir snyrti­fræðing­ur á Snyrti­stofu Reykja­vík­ur seg­ir að ekk­ert 12 ára barn ætti að nota sýr­ur á and­litið og alls ekki augnkrem. Hún seg­ir að for­eldr­ar þurfi að vera meðvitaðir um þetta í nýj­asta pistli sín­um.

Það er öll­um ljóst að sam­fé­lags­miðlar eins og In­sta­gram og Tik Tok geta haft skaðleg áhrif á börn fyr­ir marg­ar sak­ir. Til mín leita mæður sem hafa veru­lega mikl­ar áhyggj­ur af snyrti­vöru­notk­un barn­ungra dætra sinna. Dæt­urn­ar eru allt niður í 12 ára og farn­ar að nota augnkrem, sýr­ur og ser­um á and­litið svo dæmi séu tek­in.

Ég spyr und­an­tekn­ing­ar­laust mæðurn­ar hvað valdi því að þær séu byrjaðar að nota snyrti­vör­ur af þess­um toga svona snemma. Svarið er alltaf á sömu leið. Þær sjá þetta á TikT­ok og In­sta­gram þar sem áhrifa­vald­ar eru með vörukynn­ing­ar af ýms­um toga.

Þess­ir miðlar reyna með öll­um hætti að ná til yngsta mark­hóps­ins sem mér finnst per­sónu­lega glóru­laust og siðlaust. Börn eru áhrifa­gjörn og það er auðvelt að selja þeim hvað sem er.

Á þeim tím­um sem við lif­um í dag er út­lits­dýrk­un mik­il. Staðreynd­in er sú að ung­um stúlk­um þykir gjarn­an áhuga­vert allt það sem við kem­ur krem­um, förðun­ar­vör­um, út­liti og þess hátt­ar. Við því er ekki mikið hægt að gera nema þá að fræða börn­in og for­eldr­ar verða að axla ábyrgð á sínu barni. Það er gríðarlega mik­il­vægt að taka ekki þátt í þess­ari þróun og falla ekki fyr­ir því er sá sem aug­lýs­ir hinar ýmsu vör­ur á net­inu og fær borgað fyr­ir nái til barn­anna ykk­ar.

Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir for­eldra að skilja að börn þurfa alls ekki að nota augnkrem, ser­um og sýr­ur á húðina. Húðin er ung og óþroskuð. Ból­ur geta byrjað að koma á unglings­ár­um og það er eins eðli­legt og hugs­ast get­ur. Það er tíma­bil sem all­ir fara í gegn­um, sum­ir eru heppn­ari en aðrir og fá lítið af ból­um meðan aðrir fá meira. Ef þú ert for­eldri og hef­ur áhyggj­ur af húð barns­ins þíns þá skalt þú hik­laust leita til húðlækn­is eða snyrti­fræðings og fá ráðlegg­ing­ar um bæði hvað er rétt­ast að gera og hvaða húðvör­ur eru væn­leg­ur kost­ur.

Húð-rútína eins og þetta er gjarn­an kallað af yngri kyn­slóðinni þarf ekki að taka klukku­tíma hvern dag. Mik­il­vægt er að hreinsa húðina kvölds og morgna með and­lits­hreinsi, nota gott rakakrem, skipta reglu­lega um kodda­ver og passa upp á að bera ekki óhrein­indi að húðinni með því að vera með fing­urna eða sím­an við and­litið. Þegar barnið er svo komið á unglings­ár­in og húðin fer að þrosk­ast þá má kannski bæta inn kornakremi og þar með er það upp­talið.

Við skul­um muna að ein­fald­leik­inn er alltaf best­ur og það á líka við um húðum­hirðu hvort sem þú ert barn, ung­ling­ur eða full­orðinn.