Það á ekki að vera neitt feimnismál að karlmenn þurfi snyrtivörur, rétt eins og við hin.
Mikilvægt er að þeir verji húðina fyrir óhreinindum og þrífi hana vel eftir daginn.
Við á Snyrtistofu Reykjavíkur bjóðum sérstaka húðtvennu fyrir karlmenn á tilboði, sem inniheldur:
Hreinsigel fyrir andlit, sem gott er að hafa við hendina í sturtunni t.d. – Létta fljótandi rakabombu til þess að skella á andlitið eftir andlitsþrifin
Þessi tvenna er lykillinn að heilbrigðri húð og stuðlar að betri líðan í húðinni hvort sem er á annasömum degi, eftir ræktartímann eða sundið. Þá er ekki síður mikilvægt að huga að góðri húðumhirðu á köldum vetrardögum og verja húðina fyrir frosti og kulda með því að bera á sig góðan raka, nærandi og verjandi krem.
Húðtvenna fyrir karlmenn fæst nú á 15% afslætti fram að jólum og frí heimsending.